Hannaðu og búðu til vasa
Fylgdu hönnunarferlinu til að koma hugmynd þinni í framkvæmd

Rannsókn
Búðu til hugarkort þar sem þú veltir fyrir þér öllu sem tengist vasanum.
Hugaðu að hlutverki vasans, er hann fyrir afskorin blóm, þurrkaða vendi eða t.d matjurtir?
Veltu fyrir þér hvort vasinn eigi að standa á borði, vera fastur á vegg, á fótum eða jafnvel hangandi.
Skrifaðu niður allt sem þér dettur í hug.

Þrjár hugmyndir
Teiknaðu eða lýstu þremur mismunandi hugmyndum af vösum.

Besta hugmyndin
Veldu eina af þeim hugmyndum sem þú komst með og skrifaðu afhverju þú valdir þessa en ekki hinar. Bættu við smáatriðum og útskýringum sem eru mikilvægar fyrir hönnunina.

Bingó!
Nú ættir þú að vera komin með góða útskýringu á hugmyndinni þinni og getur fært þig yfir á næsta skref sem er að gera frumgerð.

Frumgerð
Teiknaðu bestu hugmyndina þína með aðstoð tölvustuddrar hönnunarforrita. Notaðu myndskeiðin hér neðst á síðuni þér til stuðnings.

Tölvustudd hönnun (CAD)
Ein leið til að búa til frumgerðir er með notkun tölvustuddrar hönnunarforrita. Skoðaðu hvaða forrit eru í boði og hvort þú getir nýtt eitthvað af þeim. Einnig er til mikið magn af myndskeiðum sem þú getur nýtt þér

Tölvustudd framleiðsla (CAM)
Ein tegund af tölvustuddri framleiðslu er með notkun þrívíddaprentara. Fyrst þarf að teikna upp hönnunina í tölvustuddu hönnunarforriti og í framhaldi er hægt að prenta með þrívíddaprentara

Aðrar lausnir
Hvaða aðferðir og efnivið getur þú notað til að koma hugmyndinni þinni í áþreyfanlegt form?

Prófa og meta
Skoðaðu hönnunina þína stafrænt og leggðu mat á hvort það sé eitthvað sem þurfi að breyta eða bæta.
Þú getur notað viðbótarveruleikann (AR viewer) til að skoða hönnunina þína betur. Skoðaðu myndskeiðið hér að neðan til að sjá hvernig þú getur nýtt þennan eiginleika

Breyta og bæta
Gerðu viðeigandi breytingar til að bæta hönnunina.

Framleiða
Þegar allt virkar sem skildi er komið að framleiðslu. Einn valmöguleiki er að nota þrívíddaprentara til að prenta út vasann.
Markmiðið er að framleiða hönnunina þína

Fullbúið eintak
Þegar allt virkar sem skildi er komið að því að búa til lokaafurðina!
Kennaraleiðbeiningar
Verkefnið: í verkefninu vasi eiga nemendur að vinna sig í gegnum skref hönnunarferils til að hanna og búa til (blóma)vasa. Þegar smellt er á hvert skref birtist leiðarvísir sem útskýrir hvað á að gera í hverju skrefi.
Áætlaður tími í verkefnið: Fjórar kennslustundir, þar sem hver kennslustundin er 40 mínútur.
Undirbúningur kennara:
- Vera með skissubók fyrir nemendur eða notast við blöð og blýant
- Stofna aðgang fyrir nemendur í Tinkercad
- Hafa innskráningarkóðann sýnilegan
Uppbygging kennslustundar:
- Innlögn kennara
- Nemendur vinna sjálfstætt á meðan kennari leiðbeinir
- Yfirferð, jafningjamat
- Nemendur leggja lokahönd á verkin sín
- Sjálfsmat
Hæfniviðmið úr aðalnámskrá sem tengjast verkefninu:
- Sjá hæfniviðmið úr Aðalnámskrá í töflu hér að neðan
Námsmat:
- Leiðsagnarmat í kennslustund
- Nemendur fylla út sjálfsmatið í lok verkefnisins.
- Jafningjamat í yfirferð
- Loka frammistöðumat þar sem verið er að prófa hæfni nemenda við að beita þekkingu sinni og leikni. Kennari er þannig ekki að meta lokaafurð heldur ferlið í heild sinni.
Yfirferð:
- Þegar nemendur eru komnir að þættinum prófun er farið í jafningjamat með yfirferð. Þá varpar kennari verkum nemenda uppá og nemenda segir frá hönnunninni í stuttu máli. Samnemendur ræða hönnunina. Kennari leiðir umræðuna og endurtekur góðar athugasemdir frá nemendum. Einnig er hægt að ntoast við grunnþætti og meginreglur hönnunar þegar talað er um verkið. Í framhaldi metur hönnuður hvort að það þurfi að gera breytingar eða fara á næsta stig.
Sjálfsmat:
- Við lok verkefnisins fylla nemendur út sjálfsmat
