UM

Lísbet Guðný Þórarinsdóttir

Höfundur

Námsefnapakkinn er settur fram sem viðleitni til stuðnings kennara í snillismiðjum til að efla 21.aldar færni nemenda með virkjun hugsmíði, hönnunarhugsunar og þjálfun í að raungera hugmyndir sínar með hjálp tölvustuddrar hönnunar og þrívíddarprentara. Námsefnið byggir á kenningum hugsmíðahyggjunnar, kenningum um hönnun og hönnunarferli þar sem því er ætlað að hafa skírskotun í reynsluheim og áhugasvið nemenda við að raungera hugmyndir sínar. Námsefnið tekur einnig mið af hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Í öllum verkefnunum er unnið eftir hönnunarferli. Forskriftir eru að flestum verkefnum, en einnig eru verkefni með frjálsu viðfangsefni. Nemendur fá frjálsar hendur með útfærslu verkefna og getur því útkoman verið mjög fjölbreytt á milli nemenda og hópa.

Scroll to Top