Hannaðu og búðu til skreytingu á PEZ kall
Fylgdu hönnunarferlinu til að koma hugmynd þinni í framkvæmd

Rannsókn
Skoðaðu mismunandi gerðir af PEZ köllum

Þrjár hugmyndir
Teiknaðu eða skrifaðu niður þrjár mismunandi hugmyndir sem gætu leyst vandann sem þú skilgreindir.

Besta hugmyndin
Veldu eina af hugmyndum þínum. Skrifaðu af hverju þú valdir þessa en ekki hinar. Bættu við smáatriðum og útskýringum sem eru mikilvægar fyrir hönnunina

Bingó!
Nú ættir þú að vera komin með góða lýsingu á hugmynd þinni og getur farið að gera tilraunir að búa hana til

Frumgerð
Sæktu STL skránna hér neðst á síðunni og horfðu á myndskeiðið til að sjá hvernig á að færa skránna inn í Tinkercad.
Hannaðu og búðu til skreytingu á PEZ kallinn með því að byggja ofan á grunninn sem þú fluttir inn. Notaðu myndskeiðin hér á síðunni þér til stuðnings.


Prófa og meta
Skoðaðu hönnunina þína stafrænt og legðu mat á hvort það sé eitthvað sem þurfi að breyta eða bæta.
Þú getur notað viðbótarveruleikann (AR viewer) til að skoða hönnunina þína betur. Skoðaðu myndskeiðið hér að neðan til að sjá hvernig þú getur nýtt þennan eiginleika

Breyta og bæta
Gerðu viðeigandi breytingar til að bæta hönnunina.

Framleiðsla
Þegar allt virkar sem skildi er komið að framleiðslu. Þú getur prentað hönnunina þína með þrívíddarprentara.
Markmiðið er að framleiða hönnunina þína

Fullbúið eintak
Þegar allt virkar sem skildi er komið að því að búa til lokaafurðina!
Kennaraleiðbeiningar
Verkefnið: PEZ skreyting er fer í gegnum alla þætti hönnunarferils. Nýr eiginleiki er að nemendur byggja skreytinguna sína ofaná PEZ grunn sem þau sækja á heimasíðunni og flytja inn í forritið. Að breyta og bæta hönnun annara er ein nálgun í hönnun og notkunar á tölvustuddum hönnunarforritum. Undir hverjum flipa eru nánar útskýringar sem leiðir nemandann áfram í vinnu sinni.
Áætlaður tími í verkefnið: Fjórar kennslustundir, þar sem hver kennslustundin er 40 mínútur.
Undirbúningur kennara:
- Vera með skissubók fyrir nemendur eða notast við blöð og blýant
- Stofna aðgang fyrir nemendur í Tinkercad
- Hafa innskráningarkóðann sýnilegan
Uppbygging kennslustundar:
- Innlögn kennara
- Nemendur vinna sjálfstætt á meðan kennari leiðbeinir
- Yfirferð, jafningjamat
- Sjálfsmat
Hæfniviðmið úr aðalnámskrá sem tengjast verkefninu:
- Sjá hæfniviðmið úr Aðalnámskrá í töflu hér að neðan
Námsmat:
- Leiðsagnarmat í kennslustund
- Nemendur fylla út sjálfsmatið í lok verkefnisins.
- Jafningjamat í yfirferð
- Loka frammistöðumat þar sem verið er að prófa hæfni nemenda við að beita þekkingu sinni og leikni. Kennari er þannig ekki að meta lokaafurð heldur ferlið í heild sinni.
Yfirferð:
- Við lok verkefnisins er yfirferð þar sem nemendur sýna samnemendum sínum afrek sitt. Nemendur geta sagt frá sínu eigin verki og stuðst þá við grunnþætti og meginreglur hönnunar eða fengið samnemendur til að fara yfir verkið og ræða frekar.
Sjálfsmat:
- Við lok verkefnisins fylla nemendur út sjálfsmat
