Markmiðið er að gera fyrstu tilraun til að búa til hugmyndina þína
Gerðu tilraun til að búa til það sem þú hannaðir. Það er kallað að gera frumgerð. Með henni sérð þú hvernig það sem þú hannaðir í huganum lítur út eða virkar. Eyddu ekki löngum tíma í að búa hana til. Þú þarft bara að prófa hvort hún virkar og sjá nokkurn veginn hvernig hún lítur út. Seinna í ferlinu framleiðir þú hönnunina og þá leggur þú meiri vinnu í hana

Tölvustudd hönnun
Ein leið til að búa til frumgerðir er með notkun tölvustuddrar hönnunarforrita. Skoðaðu hvaða forrit eru í boði og hvort þú getir nýtt eitthvað af þeim. Einnig er til mikið magn af myndskeiðum sem þú getur nýtt þér.

Tölvustudd framleiðsla
Ein leið til að framleiða það sem er hannað og teiknað í hönnunarforriti er að nota þrívíddarprentara.

Aðrar lausnir
Eru aðrar aðferðir eða efniviður sem hægt er að nota til að framleiða hugmynd þína?