Frjálst

Hönnuður, vertu velkominn til starfa! 

Fylgdu hönnunarferlinu til að koma hugmynd þinni í framkvæmd

Rannsókn

Gerðu rannsókn hvað þú gætir gert

Skilgreining

Markmiðið er að skilgreina hvað skiptir mestu máli

Hvað er ég að leysa eða bæta?

Hver er tilgangurinn eða vandamálið sem ég er að leysa með hönnun minni ?

Þrjár hugmyndir

Teiknaðu eða lýstu þremur mismunandi hugmyndum sem leysa vandann sem þú skilgreindir.

Besta hugmyndin

Veldu eina af þeim hugmyndum sem þú komst með og skrifaðu afhverju þú valdir þessa en ekki hinar. Bættu við smáatriðum og útskýringum sem eru mikilvægar fyrir hönnunina.

Bingó!

Nú ættir þú að vera komin með góða útskýringu á hugmyndinni þinni og getur fært þig yfir á næsta skref sem er að gera frumgerð.

Frumgerð

Tölvustudd hönnun (CAD)

Ein leið til að búa til frumgerðir er með notkun tölvustuddrar hönnunarforrita. Skoðaðu hvaða forrit eru í boði og hvort þú getir nýtt eitthvað af þeim. Einnig er til mikið magn af myndskeiðum sem þú getur nýtt þér

Tölvustudd framleiðsla (CAM)

Ein tegund af tölvustuddri framleiðslu er með notkun þrívíddaprentara. Fyrst þarf að teikna upp hönnunina í tölvustuddu hönnunarforriti og í framhaldi er hægt að prenta með þrívíddaprentara

Aðrar lausnir

Hvaða aðferðir og efnivið getur þú notað til að koma hugmyndinni þinni í áþreyfanlegt form?

Prófa og meta

Skoðaðu hönnunina þína stafrænt og legðu mat hvort að það þurfi að breyta eða bæta.
Þú getur notað viðbótarveruleikann (AR viewer) til að skoða hönnunina þína betur. Skoðaðu myndskeiðið hér að neðan til að sjá hvernig þú getur nýtt þennan eiginleika 

Þegar þú ert að meta hugmyndina þína getur verið áhugavert að skoða hana með astoð AR viewer, eða viðbótarveruleika. Viðbótarveruleikinn tekur hönnun þína og staðsetur á ákveðinn stað sem þú velur með myndavélinni þinni. Þannig er raunheimurinn bakgrunnurinn og hönnunin þín sett inn sem sýndarveruleiki. 

Breyta og bæta

Gerðu viðeigandi breytingar til að bæta hönnunina.

Framleiða

Þegar allt virkar sem skildi er komið að framleiðslu. Einn valmöguleiki er að nota þrívíddaprentara til að prenta út.

Framleiða

Þegar allt virkar sem skildi er komið að framleiðslu. Einn valmöguleiki er að nota þrívíddaprentara til að prenta út.

Markmiðið er að framleiða hönnunina þína

Fullbúið eintak

Þegar allt virkar sem skildi er komið að því að búa til lokaafurðina!