Hugarkort – æfing

Hugarkort (e. Mind-map) er góð leið fyrir nemendur til að átta sig betur á viðfangsefninu. Markmiðið er að virkja sköpunarkraftinn, finna aðalatriðin og skrá hugmyndir. Mismunandi útfærlsur eru til af hugakortum allt frá stikkorðum yfir í nákvæmar teikningar. Ef nemendur hafa ekki unnið með hugarkort áður er hægt að byrja á æfingu. 

Æfing: 

Kennari segir við nemendahópinn að þau séu í hönnunarteymi hjá Ikea. Teymið á að hanna stól en til að átta sig betur á viðfangsefninu ætla þau að byrja á hugakorti. Kennari byrjar að skrifa STÓLL á töfluna og biður nemendur að nefna eitthvað sem tengist stólum. “Dekk” gæti einn nemandi sagt. Þá gerir kennarinn strik út frá miðjunni og skrifar – fætur – dekk. Getur svo bætt við og skrifað 2 – 3 – 4 – 6 dekk. Næsti nemandi gæti stungið upp á  leðri. Þá skrifar kennarinn út frá miðjunni -sessa – áklæði – leður og bætir viður – plast – gler – tau. Annar nemandi gæti komið með “drykkjahaldari”. Þá skrifar kennari út frá miðjunni – armur – drykkjahaldari og bætir við – stillanlegur – enginn armur o.s.fr. Svona má lengi halda áfram og bæta við hugmyndum.

Næsta  skref er að gera hringi í kringum þau orð sem teymið ætlar að vinna með og skrifa þau orð efst á töfluna. Þau orð eru nú orðin skilgreiningin á því sem ætlunin er  að hanna. Orðin sem urðu fyrir valinu geta t.d. verið – stóll – 6 dekk – leðuráklæði – stillanlegt bak 

Næsta skref í hönnunarferlinu væri að skissa þrjár mismunandi hugmyndir sem uppfylla öll þessi atriði. 

Nemandur prófa:

Kennari ákveður forskrift. Sem dæmi gæti það verið ” standur fyrir spjaldtölvu”. Allir nemendur fá A3 blað og skrifa standur fyrir spjaldtölvu í miðju blaðsins. Í framhaldi fá nemendur þrjár mínútur til að skrifa eins mikið og þeim dettur í hug sem tengist standinum, líkt og var gert í æfingunni á undan. Þegar tíminn er liðinn, er blöðin látin ganga milli nemenda t.d. tvo til hægri, svo allir fái nýtt blað. Á blaðinu, sem er frá samnemenda á að bæta við eins mikið að orðum og hægt er á næstu tveimur  mínútum. Þegar því er lokið eru blöðin aftur látin ganga. Nú á að teikna inn hugmyndir af því sem stendur á blaðinu. Nemendur fá tvær mínútur til að skissa mynd, en eftir það fara blöðin aftur til upprunalegs eiganda. Nú ætti blaðið að vera fullt af hugmyndum, sem væri hægt að vinna úr. 

Hér má finna nánari lýsingu á hvernig á að búa til hugarkort

Scroll to Top